Fótbolti

Hjörtur vann Íslendingaslaginn

Ísak Hallmundarson skrifar
Hjörtur í leiknum með Bröndby.
Hjörtur í leiknum með Bröndby. getty/Lars Ronbog

Bröndby sigraði FCK í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FCK og Hjörtur Hermannsson í byrjunarliði Bröndby. Þeir spiluðu báðir allan leikinn.

Kamil Wilczek kom heimamönnum í FCK yfir á 12. mínútu leiksins. Það var síðan Jesper Lindström sem jafnaði metin fyrir Bröndby á 31. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. 

Allt leit út fyrir jafntefli en Mikael Uhre skoraði sigurmarkið fyrir Bröndby í uppbótartíma.

Þetta var önnur umferðin á tímabilinu sem er nýhafið. Úrslit dagsins þýða að Ragnar og félagar eru enn án stiga en Hjörtur og félagar í Bröndby eru með sex stig, fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×