Fótbolti

Frá­bær byrjun Viðars hjá Vålerenga heldur á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar í leiknum gegn Brann en hann hefur farið frábærlega af stað í Noregi.
Viðar í leiknum gegn Brann en hann hefur farið frábærlega af stað í Noregi. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott hjá Vålerenga í Noregi eftir að hann snéri þangað í annað sinn á dögunum.

Viðar skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum sínum í endurkomunni er liðið vann 5-1 sigur á Brann og Selfyssingurinn var aftur á skotskónum í dag.

Viðar kom Vålerenga yfir á 21. mínútu er hann kom boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Vålerenga komst svo í 2-0 áður en Molde minnkaði muninn.

Viðar Örn fór af velli er stundarfjórðungur var eftir af leiknum og inn í hans stað kom annar Íslendingur, Matthías Vilhjálmsson.

Vålerenga er í 3. sætinu með 32 stig en Molde er sæti ofar með tveimur stigum meira.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.