Fótbolti

Úrslitakeppnin í 4. deild: Hamar og ÍH með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
ÍH er í góðri stöðu til að komast í undanúrslit.
ÍH er í góðri stöðu til að komast í undanúrslit. mynd/íh

Þremur leikjum er lokið í 8-liða úrslitum úrslitakeppni 4. deildar karla. 

ÍH vann 3-0 sigur á Kríu, Hamar vann 2-0 sigur á KH og KÁ og Kormákur/Hvöt gerðu 2-2 jafntefli.

Unnar Magnússon og Ingþór Björgvinsson skoruðu mörk Hamars í sigrinum gegn KH. 

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson kom ÍH-ingum yfir strax á 3. mínútu gegn Kríu og Garðar Ingi Leifsson jók forskotið á 29. mínútu. Jón Már Ferro gulltryggði síðan 3-0 sigur ÍH sem er komið í vænlega stöðu fyrir seinni leikinn. 

Leikið er heima og að heiman í tveggja leikja einvígi. Liðin sem vinna einvígið í átta liða úrslitunum fara í undanúrslit og þau sem vinna undanúrslitaleikina komast upp í 3. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×