Erlent

Tveir látnir og fjór­tán særðir eftir skot­á­rás í heima­partýi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um hundrað voru í partýinu þegar lögreglu bar að garði.
Um hundrað voru í partýinu þegar lögreglu bar að garði. Getty/John Nacion

Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að skotárás var gerð í heimapartýi í Rochester í New York í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru um hundrað manns að hlaupa niður götuna eftir að hafa flúið heimilið.

Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar og enn er ekki vitað hvert tilefni hennar var. Þau sem létust í árásinni voru kona og maður á aldrinum 18 til 22 ára og hefur ekki verið borið kennsl á þau. Enginn þeirra sem særðist í árásinni er í lífshættu samkvæmt upplýsingu frá lögreglu.

Ólöglegt er í New York ríki að halda partý í heimahúsum vegna faraldurs kórónuveiru. „Þetta er enn einn harmleikurinn þar sem einstaklingar halda ólögleg og óheimiluð partý í heimahúsum, sem í fyrsta lagi er ekki öruggt vegna kórónuveirunnar,“ sagði Mark Simmons, lögreglustjóri í Rochester í samtali við fréttamenn í dag.

„Þegar þú bætir svo við áfengi og ofbeldi þá er það uppskrift fyrir hörmungar,“ bætti hann við.

Lögreglan í borginni hefur verið undir miklu álagi vegna dauða Daniel Prude, svarts manns sem lést eftir handtöku en á hann var sett hetta við handtökuna og hann settur í járn. Prude lést í mars en málið varð ekki á allra vörum fyrr en í þessum mánuði. La‘Ron Singletary, lögreglustjóri í Rochester, sagði af sér í kjölfarið. Sjö lögreglumenn hafa einnig verið leystir frá störfum.


Tengdar fréttir

Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.