Innlent

„Ó­sköp eðli­leg að­gerð að grípa til“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilega þá aðgerð sem sóttvarnayfirvöld hafa gripið til með lokun kráa og skemmtistaða eftir að talsverð fjölgun kórónuveirusmita hérlendis hefur verið rakin til slíkra staða í miðborg Reykjavíkur.

„Það eru sterkar líkur á að um það bil helmingur af þessum 54 eða svo sem hafa verið greindir á síðustu 3 dögum hafi smitast á öldurhúsum, þannig að „Mér finnst þetta ósköp eðlileg aðgerð að grípa til“. Vegna þess að smitrakning hefur gengið mjög vel, það hefur gengið vel að finna upphaf þessar smita, þá held ég að þetta sé hóflegt, þetta er skynsamlegt og ég hef fulla trú á að þetta gagnist,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hann sagðist vilja leggja áherslu á að hér á landi byggi fólk við mikinn lúxus, sé litið til annarra landa.

„Við höfum opnað skóla, fólk getur ferðast hér um eins og því sýnist, búðir eru opnar, það eru litlar takmarkanir á samkomum og svo framvegis og framvegis. Berið þetta saman við það sem er að gerast, til dæmis, í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í þessum heimi. Þannig að með vel tryggð landamæri þá reikna ég með að við eigum að geta lifað tiltölulega, þokkalegu. einföldu, eðlilegu lífi þegar líður fram á haust.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.