Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2020 11:58 Fáir ef nokkrir á Íslandi þekkja stöðuna í Egyptalandi eins vel og Sverrir Agnarsson. Hann segist ekkert telja, hann viti, að egypsku fjölskyldunni sem vísað verður þangað frá Íslandi á morgun sé bráður háski búinn. visir/vilhelm Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, segir bara spursmál um daga, eftir að Ibrahim Kehdr og fjölskylda komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og langri fangelsisvist. Eins og Vísir og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um hefur Ibrahim Kehdr og fjölskyldu verið synjað um landvistarleyfi á Íslandi og á morgun verða þau send heim til Egyptalands hvaðan þau flúðu á sínum tíma. Ákvörðun sem slík grundvallast á því að þeim sé ekki hætta búin á heimaslóðum en Sverrir, sem er sérfróður um ástandið í Egyptalandi, spyr á hverju slíkt mat byggi því það standist enga skoðun. Ógnarástand í Egyptalandi Sverri grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi er og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. Það sem fyrir liggur hins vegar er þetta að samtökin eru ofsótt í Egyptalandi. Sverrir vitnar í skýrslur Sameinuðu þjóðanna. Egypska fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018.visir/Nadine „Samkvæmt Human Right Watch er árásin á friðsöm mótmæli á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 þar sem 1150 manns voru skotin á færi - skæðasta morðárás sem gerð hefur verið á friðsama mótmælendur í áratugi - stærri í sniðum en árásin á Torg hins himneska friðar og þeir hika ekki við að kalla hana glæp gegn mannkyni,“ segir Sverrir. Margir voru skotnir á færi samkvæmt aftökulistum og þar voru ekki framámenn í Bræðralaginu skotnir heldur unglingar þeim tengdir, vinir og ættingjar. „Það var einhverskonar forleikur fyrir leiðtogana sem síðan voru teknir til pyntinga hundruðum saman og hundruð þeirra eru horfnir.“ Öll spjót standa nú á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra en hún segir að ekki sé við kerfið að sakast í málinu. Sverrir leyfir sér hins vegar að efast um að kerfið átti sig á stöðu mála. Múslímska bræðralagið í Egyptalandi frjálslynd hreyfing Fáir ef nokkrir þekkja eins vel til stöðu mála í Egyptalandi á Íslandi og Sverrir. Hann kom fyrst til landsins árið 1974 á vegum landbúnaðarráðuneytis Líbíu og svo af og til næstu ár. Hann var þar árið 2004, áður en hann hóf störf hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 hvar hann starfaði við markaðsrannsóknir og greiningar í fjölmörg ár. „Ég gifti mig egypskri konu 2007 (hjónaband sem varði í áratug) og var þar nokkrum sinnum fram að byltingu en hef ekki farið síðan.“ Í Staksteinum Morgunblaðsins í gær er vitnað til skrifa Páls Vilhjálmssonar kennara sem segir að Egypska fjölskyldan uppfylli einfaldlega ekki skilyrði til að fá landvist á Íslandi. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan fjögur í dag vegna þess að til stendur að vísa egypsku fjölskyldunni úr landi. Samhliða hafa komið fram raddir þar sem látið er að því liggja að Ibrahim Kehdr sé hryðjuverkamaður. Páll Vilhjálmsson kennari, sem Morgunblaðið vitnar gjarnan til og í einmitt þessu tilfelli, telur að Kehdr geti sjálfum sér um kennt. Sverrir gefur lítið fyrir slíkar raddir. Hann segist lítið vita um Ibrahim Kehdr en hann segist vita hvað Kehdr eigi í vændum ef hann fer til baka og ef hann er Mb-maður; það er meðlimur í Múslímska bræðralaginu. Sverrir segir það tiltölulega hófsama hreyfingu sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Múslimska bræðralagið hafi einmitt mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Heldur ekkert um það sem hann veit „Varðandi Mb þá hef ég kynnt mér þá í áratugi. Ég er ekki alveg á þeirra línu en stofnandi þeirra Hassan al Banna var innblásinn af egypsku fræðamönnunum Abdu og Rida sem um aldamótin 1900 tókst að vinna hógværum skilningi á Íslam fylgi þar sem virðing fyrir vísindum og þekkingu er í fyrirrúmi. Hassan var alltaf andvígur ofbeldi í pólitískri baráttu en var sjálfur myrtur um 1950 og frá 1970 hafa samtökin lagt niður allt ofbeldi og hafa orðið fyrir árásum bæði frá Al Quida og Isis,“ segir Sverrir. Hann bendir jafnframt á að stutt yfirlit á Google sýni að egypski armur Múslímska bræðralagsins hafi ekki verið orðað við hryðjuverk í áratugi. „Það er bara spursmál um daga að þessi fjölskylda lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og langri fangelsisvist.“ Þannig að þú telur honum bráður háski búinn í Egyptalandi? „Ég tel ekki, ég veit það,“ segir Sverrir. Hælisleitendur Egyptaland Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, segir bara spursmál um daga, eftir að Ibrahim Kehdr og fjölskylda komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og langri fangelsisvist. Eins og Vísir og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um hefur Ibrahim Kehdr og fjölskyldu verið synjað um landvistarleyfi á Íslandi og á morgun verða þau send heim til Egyptalands hvaðan þau flúðu á sínum tíma. Ákvörðun sem slík grundvallast á því að þeim sé ekki hætta búin á heimaslóðum en Sverrir, sem er sérfróður um ástandið í Egyptalandi, spyr á hverju slíkt mat byggi því það standist enga skoðun. Ógnarástand í Egyptalandi Sverri grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi er og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. Það sem fyrir liggur hins vegar er þetta að samtökin eru ofsótt í Egyptalandi. Sverrir vitnar í skýrslur Sameinuðu þjóðanna. Egypska fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018.visir/Nadine „Samkvæmt Human Right Watch er árásin á friðsöm mótmæli á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 þar sem 1150 manns voru skotin á færi - skæðasta morðárás sem gerð hefur verið á friðsama mótmælendur í áratugi - stærri í sniðum en árásin á Torg hins himneska friðar og þeir hika ekki við að kalla hana glæp gegn mannkyni,“ segir Sverrir. Margir voru skotnir á færi samkvæmt aftökulistum og þar voru ekki framámenn í Bræðralaginu skotnir heldur unglingar þeim tengdir, vinir og ættingjar. „Það var einhverskonar forleikur fyrir leiðtogana sem síðan voru teknir til pyntinga hundruðum saman og hundruð þeirra eru horfnir.“ Öll spjót standa nú á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra en hún segir að ekki sé við kerfið að sakast í málinu. Sverrir leyfir sér hins vegar að efast um að kerfið átti sig á stöðu mála. Múslímska bræðralagið í Egyptalandi frjálslynd hreyfing Fáir ef nokkrir þekkja eins vel til stöðu mála í Egyptalandi á Íslandi og Sverrir. Hann kom fyrst til landsins árið 1974 á vegum landbúnaðarráðuneytis Líbíu og svo af og til næstu ár. Hann var þar árið 2004, áður en hann hóf störf hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 hvar hann starfaði við markaðsrannsóknir og greiningar í fjölmörg ár. „Ég gifti mig egypskri konu 2007 (hjónaband sem varði í áratug) og var þar nokkrum sinnum fram að byltingu en hef ekki farið síðan.“ Í Staksteinum Morgunblaðsins í gær er vitnað til skrifa Páls Vilhjálmssonar kennara sem segir að Egypska fjölskyldan uppfylli einfaldlega ekki skilyrði til að fá landvist á Íslandi. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan fjögur í dag vegna þess að til stendur að vísa egypsku fjölskyldunni úr landi. Samhliða hafa komið fram raddir þar sem látið er að því liggja að Ibrahim Kehdr sé hryðjuverkamaður. Páll Vilhjálmsson kennari, sem Morgunblaðið vitnar gjarnan til og í einmitt þessu tilfelli, telur að Kehdr geti sjálfum sér um kennt. Sverrir gefur lítið fyrir slíkar raddir. Hann segist lítið vita um Ibrahim Kehdr en hann segist vita hvað Kehdr eigi í vændum ef hann fer til baka og ef hann er Mb-maður; það er meðlimur í Múslímska bræðralaginu. Sverrir segir það tiltölulega hófsama hreyfingu sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Múslimska bræðralagið hafi einmitt mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Heldur ekkert um það sem hann veit „Varðandi Mb þá hef ég kynnt mér þá í áratugi. Ég er ekki alveg á þeirra línu en stofnandi þeirra Hassan al Banna var innblásinn af egypsku fræðamönnunum Abdu og Rida sem um aldamótin 1900 tókst að vinna hógværum skilningi á Íslam fylgi þar sem virðing fyrir vísindum og þekkingu er í fyrirrúmi. Hassan var alltaf andvígur ofbeldi í pólitískri baráttu en var sjálfur myrtur um 1950 og frá 1970 hafa samtökin lagt niður allt ofbeldi og hafa orðið fyrir árásum bæði frá Al Quida og Isis,“ segir Sverrir. Hann bendir jafnframt á að stutt yfirlit á Google sýni að egypski armur Múslímska bræðralagsins hafi ekki verið orðað við hryðjuverk í áratugi. „Það er bara spursmál um daga að þessi fjölskylda lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og langri fangelsisvist.“ Þannig að þú telur honum bráður háski búinn í Egyptalandi? „Ég tel ekki, ég veit það,“ segir Sverrir.
Hælisleitendur Egyptaland Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent