Erlent

Á­kærður fyrir að leggja sig undir stýri í Teslunni

Atli Ísleifsson skrifar
Teslur eru sjálfkeyrandi, en ökumaður þarf þó alltaf að vera reiðubúinn að grípa inn í.
Teslur eru sjálfkeyrandi, en ökumaður þarf þó alltaf að vera reiðubúinn að grípa inn í. Getty

Ungur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir ógætilegan akstur eftir að upp komst um hann þar sem hann lagði sig um borð í Tesla-bíl sínum, sem er sjálfkeyrandi.

Bílinn ók á um 150 kílómetra hraða eftir þjóðvegi fyrir utan Edmonton og aðrir ökumenn tóku eftir því að báðum framsætum bílsins hafði verið hallað aftur og svo virtist sem ökumaður og farþegi væru steinsofandi. Maðurinn, sem er tvítugur, á að mæta fyrir rétt í desember.

Tesla rafbílarnir eru sjálfkeyrandi, en ökumenn eru skyldugir til að fylgjast vel með og hafa hendur á stýri, tilbúnir til að grípa inn í, komi eitthvað upp á.

Í þessu tilviki lágu ökumaður og farþegi hins vegar og sáu því ekki einu sinni út um framrúðu bílsins, að sögn lögreglumanna sem hófu eftirför.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.