Fótbolti

Ian Jeffs: Mjög erfitt að velja byrjunarliðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ian Jeffs stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld fyrst Jón Þór var í leikbanni.
Ian Jeffs stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld fyrst Jón Þór var í leikbanni. Vísir/Bára

Ian Jeffs, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins – í kvöld allavega – gat ekki verið annað en ánægður eftir 9-0 sigur á Lettlandi á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

„Já ég myndi segja það, bara mjög stoltur af þeim. Fyrri hálfleikurinn mjög góður, skorum sex mörk. Duttum aðeins niður í síðari hálfleik en síðasta korterið var frábært. Níu mörk, get ekki beðið um meira um það,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari Íslands í leiknum þar sem Jón Þór Hauksson var í leikbanni, að leik loknum.

„Það var mjög erfitt að velja byrjunarliðið. Við erum með hörku hóp og það er erfitt að velja ellefu leikmenn til að byrja inn á. En við vorum vissir að þessir ellefu leikmenn væru tilbúnir í verkefnið og þær sýndu það í dag. Þær voru mjög góðar, eins og allir leikmenn liðsins, það er ekki hægt að kvarta yfir neinu. Leikplanið okkar gekk mjög vel upp, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jeffs um frammistöður þeirra Sveindísar Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Sú fyrrnefnda var að leika sinn fyrsta landsleik.

„Þetta eru mjög ólík verkefni. Erum að spila við lið sem komst í undanúrslit á HM og er í 5. sæti á heimslistnaum og það verður hörkuleikur,“ sagði Jeffs um leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn.

„Dagný var ekki tæp, við vildum bara hvíla hana. Hún var búin að gera sitt og fékk hvíld. Við þurfum að taka stöðuna á Ingibjörgu. Veit ekki stöðuna á henni en það kemur í ljós á morgun,“ sagði Jeffs að lokum um stöðuna á Dagný Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur.


Tengdar fréttir

Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur

„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×