Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 14:23 Rósa Björk á þingi ásamt fyrrverandi félaga sínum í Vinstri grænum, Kolbeini Óttarssyni Proppé. visir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri. Í tilkynningu sem hún var að senda frá sér nú rétt í þessu segir hún ástæðuna vera brottvísun egypsku fjölskyldunnar. Hún segir að það hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún eigi ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Fyrr í vetur sagði félagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sig einnig úr Vinstri grænum en hvorki hann né Rósa Björk skrifuðu undir stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar; þau voru bæði mótfallin því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Nú er staðan sú, að eftir að Rósa Björk hefur sagt sig úr þingflokknum, að ríkisstjórnin hefur þriggja þingmanna meirihluta á þinginu; 33 þingmenn gegn 30 þingmönnum stjórnarandstöðu. Yfirlýsingu Rósu má lesa í heild sinni hér neðar: „Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum. Rósa Björk tilheyrir nú hópi stjórnarandstöðuþingmanna. Staðan er nú sú á þinginu að stjórnin hefur 3 manna meirihluta.visir/vilhelm Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis.“ Alþingi Vinstri græn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri. Í tilkynningu sem hún var að senda frá sér nú rétt í þessu segir hún ástæðuna vera brottvísun egypsku fjölskyldunnar. Hún segir að það hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún eigi ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Fyrr í vetur sagði félagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sig einnig úr Vinstri grænum en hvorki hann né Rósa Björk skrifuðu undir stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar; þau voru bæði mótfallin því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Nú er staðan sú, að eftir að Rósa Björk hefur sagt sig úr þingflokknum, að ríkisstjórnin hefur þriggja þingmanna meirihluta á þinginu; 33 þingmenn gegn 30 þingmönnum stjórnarandstöðu. Yfirlýsingu Rósu má lesa í heild sinni hér neðar: „Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum. Rósa Björk tilheyrir nú hópi stjórnarandstöðuþingmanna. Staðan er nú sú á þinginu að stjórnin hefur 3 manna meirihluta.visir/vilhelm Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis.“
Alþingi Vinstri græn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira