Leita enn uppruna þriðja afbrigðis veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 10:27 Raðgreiningar kórónuveirunnar hafa reynst mikilvægar í smitrakningu hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42