Gylfi Þór kominn í 100 marka klúbbinn á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 22:00 Everton v Salford City - Carabao Cup Second Round LIVERPOOL ENGLAND - SEPTEMBER 16: Gylfi Sigurdsson of Everton celebrates his goal during the Carabao Cup Second Round match between Everton and Salford City at Goodison Park on September 16, 2020 in Liverpool, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira