Erlent

Sally byrjar að valda usla með flóðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Fellibylurinn Sally séður úr geimnum.
Fellibylurinn Sally séður úr geimnum. AP/NOAA

Fellibylurinn Sally hefur safnað krafti og skilgreinist nú sem annars stigs fellibylur. Hann ógnar nú Flórída og Alabama með miklum sjávarflóðum, rigningu og roki. Um 150 þúsund heimili eru þegar án rafmagns þar sem Sally er að ná landi. Samkvæmt Veðurstofu Bandaríkjanna mælist vindstyrkur Sally 34 m/s og ná hviður í allt að 44 metra.

Íbúum hefur verið ráðlagt að búa sig undir mikil flóð.

Sally hefur verið á flakki í undan ströndum Bandaríkjanna og bjuggust veðurfræðingar við því að fellibylurinn næði landi fyrr í vikunni. Í fyrstu var búist við því að óveðrið lenti á Noew Orleans en Sally hefur fært sig austar.

Fellibylurinn fer þó verulega hægt yfir og er óttast að það muni gera ástandið verra. Hægur hraði Sally muni gera flóðin á svæðinu verri en annars.

Ed Rappaport, einn yfirmanna Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna, sagði AP fréttaveitunni að Sally gæti orðið sögulegur fellibylur. Úrkoman gæti mælst allt að 76 sentímetrar og það yrði met.

Vindur er þegar orðinn mikill á svæðinu og úrkoma mikil. Þá hafa fregnir einnig borist af því að sjór hafi náð inn á land.


Tengdar fréttir

Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna

Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama.

Búa sig undir annan fellibyl

Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.