Fótbolti

Albert byrjaði er AZ datt út úr undan­keppni Meistara­deildar Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld. Vísir/Twitter-síða AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar er liðið tapaði 2-0 fyrir Dynamo Kyiv í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Albert fór á kostum í síðustu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og var ein helsta ástæða þess að AZ Alkmaar var yfir höfuð að keppa við Dynamo Kyiví Úkraínu í kvöld. Albert hóf leik dagsins á vinstri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AZ.

Hann náði þó ekki – líkt og aðrir leikmenn hollenska liðsins – að láta ljós sitt skína. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Gerson Rodrigues heimamönnum yfir.

Albert var tekinn af velli á 58. mínútu en AZ komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Kyiv. Það var svo undir lok leiks sem Mykola Shaparenko tryggði sigur Kyiv. Úrslitin þýða að Alkmaar fer nú í undankeppni Evrópudeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.