Fótbolti

Þjálfari Dortmund segir að Sancho fari ekki fet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sancho kom Dortmund á bragðið í kvöld. Hann fer ekki fet samkvæmt þjálfara liðsins.
Sancho kom Dortmund á bragðið í kvöld. Hann fer ekki fet samkvæmt þjálfara liðsins. Alex Gottschalk/Getty Images

Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, staðfesti eftir 5-0 sigur liðsins á Duisburg í þýska bikarnum að Jadon Sancho verði áfram hjá félaginu. Allavega út komandi tímabil hið minnsta. 

Sancho, sem skoraði fyrsta mark liðsins í kvöld, hefur verið orðaður við enska félagið Manchester United undanfarna mánuði. Félagið hefur opinberlega gefið það út að Sancho sé þeirra aðalskotmark en þó virðist United ekki tilbúið að reiða fram þá upphæð sem Dortmund vill fyrir leikmanninn.

Jude Bellingham, annar ungur enskur leikmaður í herbúðum Dortmund, bætti við öðru marki liðsins. Þar á eftir bættu þeir Thorgan Hazard, Giovanni Reyna og Marco Reus við einu marki hver.

„Hann verður áfram hjá okkur, ekki spurning," sagði Favre eftir leik. 

Sancho skoraði sautján mörk ásamt því að leggja upp önnur sextán í deildinni er Dortmund lenti í 2. sæti á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×