Innlent

Birta mynd­skeið af raf­tækja­þjófum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Meintir raftækjaþjófar sjást hér brjóta sér leið inn í húsið.
Meintir raftækjaþjófar sjást hér brjóta sér leið inn í húsið. Skjáskot/knattspyrnudeild Njarðvíkur

Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt myndband úr öryggismyndavélum þar sem þrír óprúttnir aðilar sjást ganga upp að vallarhúsinu við Rafholtsvöll í Njarðvík og brjóta sér leið inn í húsið. Talið er að aðilarnir hafi haft með sér á brott talsvert magn af raftækjum.

Aðilarnir sjást ganga á allar dyr og glugga sem endar með því að þeir brjóta sér leið inn með því að sparka upp hurðinni sem vísar að vellinum.

Klippa: Raftækjum stolið í Njarðvík

Fartölvu, vallarhátölurunum, soundbar, myndvarpa, PS4 tölvu og fleira var stolið samkvæmt Facebook-færslu knattspyrnudeildar Njarðvíkur. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og skorar lögreglan á alla þá sem þekkja til aðilana að hafa samband við lögreglu.

Þá skorar hún einnig á aðilana sem sjást á myndskeiðinu að gefa sig fram til lögreglu og skila því sem var tekið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×