Fótbolti

Ísak Berg­mann og Jón Dagur skoruðu báðir | Sjáðu mörkin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann er heldur betur að stimpla sig inn í Svíþjóð.
Ísak Bergmann er heldur betur að stimpla sig inn í Svíþjóð. Vísir/Getty

Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu báðir er lið þeirra - Norrköping og AGF - unnu góða sigra í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Ísak Bergmann kom Norrköping yfir eftir tæplega hálftíma leik er liðið mætti Kalmar á útivelli í dag. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og þannig var hún bæði þegar flautað var til hálfleiks og leiksloka.

Norrköping er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 32 stig eftir að hafa spilað 20 leiki.  Häcken og Elfsborg eru þar fyrir ofan með 33 stig en bæði lið eiga leik til góða á Norrköping. Malmö er sem fyrr á toppi deildarinnar með 40 stig.

Jón Dagur skoraði þriðja og síðasta mark AGF í öruggum 3-0 sigri á Kjartani Henry Finnbogasyni og félögum í Vejle í 1 umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. AGF komst í 2-0 strax í upphafi leiks og Jón Dagur kom liðinu í 3-0 á 58. mínútu. Sem betur fer því Vejle átti eftir að minnka muninn.

Kjartan Henry kom inn af varamannabekk Vejle á 69. mínútu og umturnaði sóknarleik Vejle í kjölfarið. Liðið minnkaði muninn í 3-1 aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á og á 84. mínútu var staðan orðin 3-2. 

Nær komst Vejle ekki og bættu AGF við fjórða marki sínu í uppbótartíma, lokatölur því 4-2 AGF í vil í fyrsta leik tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×