Innlent

Kynna brátt lita­kóða í anda veður­við­varana

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag. Vísir/Egill

Almannavarnadeild embættis ríkislögreglustjóra þróar nú verkefni þar sem verið er að leita leiða til að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig.

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi í dag. Kveðst hann vona að hægt verði að kynna þetta til leiks í lok þessarar viku eða byrjunar þeirrar næstu.

Víðir nefndi að þar hafi verið horft til Veðurstofunnar og því viðvaranakerfi sem þar er. Þekkja landsmenn orðið það mjög vel þegar gefnar eru úr gular, appelsínugular eða þá rauðar viðvaranir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×