Innlent

Tvö ný smit innanlands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi.
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar var í sóttkví við greiningu en hinn ekki. Á landamærunum greindist ekkert smit síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram á covid.is

Í sóttkví eru nú 362, í einangrun eru 63 og 2.050 manns eru í skimunarsóttkví.

Einn er inniliggjandi á sjúkrahúsi, en af þeim 2165 sem hafa greinst með veiruna hérlendis eru tíu látin.

Innanlands voru tekin 210 einkennasýni en 755 á landamærunum. Þá voru önnur sýni, tekin af Íslenskri erfðagreiningu, 124 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×