Sjóliðar ESB stöðvuðu eldsneytisflutning til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 21:04 Ítalskir sjóliðar látnir síga um borð í skipið. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins. Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sjóliðar á vegum Evrópusambandsins fóru í dag um borð í tankskip sem var á leið til Líbíu. Áhöfn skipsins var meinað að sigla til Líbíu og skipað að breyta um stefnu, eftir að í ljós kom að skipið var notað til að flytja eldsneyti fyrir orrustuþotur. Það er gegn vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skipinu, MV Royal Diamond 7 sem er skráð í Marshalleyjum, hafi verið siglt frá Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og farminn hafi átt að flytja í land í Benghazi í Líbíu. Það var stöðvað um 150 kílómetra frá ströndum Líbíu. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt Evrópusambandinu umboð til að stöðva vopna- og annars konar hernaðarsendingar til Líbíu. Því var áhöfn skipsins sagt að sigla til hafnar í Evrópu þar sem frekari rannsókn mun fara fram. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sökuðu þó fyrr í vikunni bakhjarla stríðandi fylkinga í Líbíu um að senda vopn og málaliða til landsins í trássi við áðurnefnt bann. Bannið sjálft sögðu sérfræðingarnir að væri alls ekki að virka sem skyldi. Í Líbíu berjast Líbíski þjóðarherinn (LNA), undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar, við ríkisstjórn landsins, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Haftar nýtur stuðnings Rússa, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu. Ríkisstjórnin er studd af Tyrkjum og Katar. Mikil óreiða hefur ríkt í Líbíu frá því að einræðisherranum Moammar Gadhafi var velt úr sessi, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins, árið 2011. Nú stjórna fylkingarnar tvær mismunandi hlutum landsins.
Líbía Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15 Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Rússar hafa, samkvæmt Bandaríkjunum, flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. maí 2020 11:15
Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. 18. janúar 2020 15:50
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37