Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 10:22 Frá Skólavörðustíg 36 á tíunda tímanum í morgun. Fundað verður um málið í dag. Vísir/Baldur Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur
Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23