Fótbolti

Pirraðir út í Hazard og það ekki í fyrsta skipti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard á bekknum á æfingu belgíska landsliðsins.
Hazard á bekknum á æfingu belgíska landsliðsins. vísir/getty

Eden Hazard hefur ekki fengið frábærar móttökur er hann snéri aftur til æfinga hjá Real Madrid eftir að hafa verið í burtu með belgíska landsliðinu í landsleikjaglugganum.

Hazard sat á bekknum í báðum leikjum Belgíu í þessum landsliðsglugga; gegn Danmörku og svo gegn Íslandi á þriðjudagskvöldið.

AS fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að Real Madrid hafi beðið belgíska sambandið að velja ekki bæði Hazard og Thibaut Courtois í hópinn sinn. Það gekk ekki eftir.

Courtois snéri hins vegar aftur til Real á föstudaginn en Hazard vildi vera áfram í herbúðum belgíska landsliðsins þrátt fyrir að spila ekki mínútu.

Það að Hazard hafi ekki komið fyrr til baka úr herbúðum Belgíu er sagt fara í taugarnar á stjórnarmönnum spænska risans og ekki í fyrsta skipti sem það gerist.

Hann spilaði einungis 22 leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð og var mikið meiddur. Einnig hefur formið á honum oft verið betra og það var ekki til að gleðja þá kröfuhörðu hjá Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×