Kane hefur rætt við Foden og Greenwood: „Veit með vissu að þetta gerist ekki aftur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 13:30 Kane í leiknum gegn danska múrnum í gær. vísir/getty Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, segist hafa rætt við Phil Foden og Mason Greenwood eftir að þeir voru sendir heim úr ensku herbúðunum eftir að hafa boðið tveimur íslenskum stelpum upp á hótelherbergi til sín. Foden og Greenwood voru þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Englands sem gerði markalaust jafntefli við Danmörku í gærkvöldi. Kane var spurður út í málefni Foden og Greenwood í leikslok. „Þessir tveir strákar vita að þeir hafa gert mistök og þeir munu klárlega læra af þessu. Allir ungir leikmenn þurfa að vita að þeir þurfa að axla ábyrgð og það einasta sem hægt er að gera er að læra að þessu,“ sagði Kane. „Allir gera mistök og ég get ekki stýrt þessu. Þeir myndu klárlega breyta hegðun sinni ef þeir gætu gert það en þeir geta ekki gert það.“ Kane hefur haft samband við báða leikmennina og segir að þetta muni ekki gerast aftur. „Ég hef sent á þá báða. Mér finnst það mikilvægt. Þeir gætu hafa setið einir og það er ekki auðvelt að taka á móti gagnrýni, sérstaklega þegar fjölmiðlar og stuðningsmennirnir fylgjast með.“ „Ég veit að aðrir leikmenn hafa einnig skrifað til þeirra, til að gá hvort að þeir séu í lagi. Þetta eru ungir strákar sem hafa komið inn í stóran heim. Ég veit, með vissu, að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Kane. They could ve been in a lonely place Kane reveals contact with Foden and Greenwood after bio-bubble breachhttps://t.co/ezFYpDBB62— Indy Football (@IndyFootball) September 9, 2020 Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, segist hafa rætt við Phil Foden og Mason Greenwood eftir að þeir voru sendir heim úr ensku herbúðunum eftir að hafa boðið tveimur íslenskum stelpum upp á hótelherbergi til sín. Foden og Greenwood voru þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Englands sem gerði markalaust jafntefli við Danmörku í gærkvöldi. Kane var spurður út í málefni Foden og Greenwood í leikslok. „Þessir tveir strákar vita að þeir hafa gert mistök og þeir munu klárlega læra af þessu. Allir ungir leikmenn þurfa að vita að þeir þurfa að axla ábyrgð og það einasta sem hægt er að gera er að læra að þessu,“ sagði Kane. „Allir gera mistök og ég get ekki stýrt þessu. Þeir myndu klárlega breyta hegðun sinni ef þeir gætu gert það en þeir geta ekki gert það.“ Kane hefur haft samband við báða leikmennina og segir að þetta muni ekki gerast aftur. „Ég hef sent á þá báða. Mér finnst það mikilvægt. Þeir gætu hafa setið einir og það er ekki auðvelt að taka á móti gagnrýni, sérstaklega þegar fjölmiðlar og stuðningsmennirnir fylgjast með.“ „Ég veit að aðrir leikmenn hafa einnig skrifað til þeirra, til að gá hvort að þeir séu í lagi. Þetta eru ungir strákar sem hafa komið inn í stóran heim. Ég veit, með vissu, að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Kane. They could ve been in a lonely place Kane reveals contact with Foden and Greenwood after bio-bubble breachhttps://t.co/ezFYpDBB62— Indy Football (@IndyFootball) September 9, 2020
Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira