Fótbolti

Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert fagnar markinu.
Hólmbert fagnar markinu. vísir/ap

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu.

Hólmbert kom Íslandi yfir í leiknum með ansi laglegu skoti sem hafði þá viðkomu í varnarmanni en hann segir að hann hafi bara hugsað um að láta vaða.

„Ég sé boltann koma til mín en ég hugsaði bara um að láta vaða,“ sagði Hólmbert í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok.

„Maður þarf að skjóta til að skora og hann fór í netið. Hann kom við einhvern og ég er feginn að hann fór inn.“

Klippa: Markið sem Hólmbert skoraði á móti Belgum

Skömmu áður hafði Hólmbert klúðrað algjöru dauðafæri eftir góða sendingu frá Birki Bjarnasyni.

„Jú það sat í mér. Þetta var dauðafæri og maður á að skora þarna en svona fór þetta í dag.“

„Við byrjum vel en við erum lágt á vellinum og erum að sækja hratt og þegar við erum að sækja þá er lítil orka eftir í fótunum að keyra almennilega á það.“

„Þeir eru með hörkulið og mörkin sem fáum á okkur á okkur eru slæm. Við erum of soft inn í teignum.“

Hólmbert var nokkuð ánægður með sína frammistöðu.

„Jú, jú. Maður skoraði eitt mark. Ég komast vel frá mínu. Ég fannst ég halda boltanum vel og náði að gera vel þegar ég fékk boltann.“

„Ég er þokkalega sáttur þrátt fyrir 5-1 tap. Ég er stoltur að vera partur af þessu,“ sagði Hólmbert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×