Freyr í viðtali fyrir leik: „Spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra bestu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:31 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén stýra íslenska liðinu gegn Belgíu í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það eru margar breytingar á liðinu og mörg tækifæri sem leikmenn fá í dag. Við horfðum á þetta þannig að við vildum hafa eins hátt orkustig og kostur væri á,“ segir Freyr en þeir Andri Fannar Baldursson, 18 ára, og Hólmbert Aron Friðjónsson fá til að mynda tækifæri í byrjunarliði Íslands. „Við sjáum þetta líka sem kjörið tækifæri til að skoða fleiri leikmenn. Við erum á þannig stað með liðið að það er fínt að skoða leikmenn í djúpu lauginni. Þetta er svo sannarlega djúpa laugin. Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel á æfingum og það verður spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra, allra bestu í heiminum,“ segir Freyr. Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu!Our starting lineup against Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/FE19ZvEuR4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2020 „Við erum mjög spenntir að sjá Hólmbert. Hann er fullur sjálfstrausts, strákurinn. Kemur inn á æfingar með mikil gæði og er ótrúlega öflugur í að klára færin sín. Hann er auðvitað hraustur og með góðan skrokk. Jón Daði, sem er hin hreinræktaða nían okkar, eyddi mikilli orku í Englandsleikinn og af hverju ekki að gefa Hólmberti sénsinn, fullum af orku? Sjá hvað hann færir liðinu hér í kvöld,“ segir Freyr. Kjörið tækifæri til að sjá Ögmund spreyta sig Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í marki Íslands, en Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Gunnarsson verða á bekknum. Hannes Þór Halldórsson fór ekki með til Belgíu. „Ögmundur hefur ekki enn fengið tækifæri til að byrja undir stjórn Erik Hamrén og var að koma af mjög sterku tímabili með sínu félagsliði. Hann er reyndar búinn að skipta um lið og kominn í stórlið [Olympiacos] núna. Frammistaða hans síðasta vetur var til fyrirmyndar og þetta er kjörið tækifæri til að sjá hann spreyta sig. Þetta hefur í raun lítið með Rúnar Alex að gera. Við höfum gefið honum tækifæri og hann hefur nýtt þau vel, en það var kominn tími til að Ögmundur fengi sénsinn,“ segir Freyr. Ísland mun leika með fjögurra manna varnarlínu eins og oftast áður, en kom til greina að spila með þrjá miðverði og nota vængbakverði? „Það kom til greina og við skoðuðum það. Við gerðum það hér síðast og það gekk í rauninni mjög vel. En við ákváðum að fara þessa leið, með þessa blöndu. Reyna að loka þessum vösum sem þeir leita í með sína hágæðaleikmenn, en um leið langaði okkur að sjá aðra leikmenn sem eru ekki beint hæfir til að spila vængbakvarðastöðurnar. Við komumst því að þessari niðurstöðu á endanum og teljum að þetta leikkerfi geti hentað vel í þeirri baráttu sem framundan er í kvöld.“ Klippa: Freyr Alexanders í viðtali frá Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11 Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
„Við erum að henda mönnum í djúpu laugina en menn stækka oft við svona verkefni,“ segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir leikinn við Belgíu sem hefst kl. 18.45 á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það eru margar breytingar á liðinu og mörg tækifæri sem leikmenn fá í dag. Við horfðum á þetta þannig að við vildum hafa eins hátt orkustig og kostur væri á,“ segir Freyr en þeir Andri Fannar Baldursson, 18 ára, og Hólmbert Aron Friðjónsson fá til að mynda tækifæri í byrjunarliði Íslands. „Við sjáum þetta líka sem kjörið tækifæri til að skoða fleiri leikmenn. Við erum á þannig stað með liðið að það er fínt að skoða leikmenn í djúpu lauginni. Þetta er svo sannarlega djúpa laugin. Við teljum að Andri Fannar sé tilbúinn í þetta verkefni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel á æfingum og það verður spennandi að sjá strákinn gegn þeim allra, allra bestu í heiminum,“ segir Freyr. Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu!Our starting lineup against Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/FE19ZvEuR4— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 8, 2020 „Við erum mjög spenntir að sjá Hólmbert. Hann er fullur sjálfstrausts, strákurinn. Kemur inn á æfingar með mikil gæði og er ótrúlega öflugur í að klára færin sín. Hann er auðvitað hraustur og með góðan skrokk. Jón Daði, sem er hin hreinræktaða nían okkar, eyddi mikilli orku í Englandsleikinn og af hverju ekki að gefa Hólmberti sénsinn, fullum af orku? Sjá hvað hann færir liðinu hér í kvöld,“ segir Freyr. Kjörið tækifæri til að sjá Ögmund spreyta sig Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í marki Íslands, en Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Gunnarsson verða á bekknum. Hannes Þór Halldórsson fór ekki með til Belgíu. „Ögmundur hefur ekki enn fengið tækifæri til að byrja undir stjórn Erik Hamrén og var að koma af mjög sterku tímabili með sínu félagsliði. Hann er reyndar búinn að skipta um lið og kominn í stórlið [Olympiacos] núna. Frammistaða hans síðasta vetur var til fyrirmyndar og þetta er kjörið tækifæri til að sjá hann spreyta sig. Þetta hefur í raun lítið með Rúnar Alex að gera. Við höfum gefið honum tækifæri og hann hefur nýtt þau vel, en það var kominn tími til að Ögmundur fengi sénsinn,“ segir Freyr. Ísland mun leika með fjögurra manna varnarlínu eins og oftast áður, en kom til greina að spila með þrjá miðverði og nota vængbakverði? „Það kom til greina og við skoðuðum það. Við gerðum það hér síðast og það gekk í rauninni mjög vel. En við ákváðum að fara þessa leið, með þessa blöndu. Reyna að loka þessum vösum sem þeir leita í með sína hágæðaleikmenn, en um leið langaði okkur að sjá aðra leikmenn sem eru ekki beint hæfir til að spila vængbakvarðastöðurnar. Við komumst því að þessari niðurstöðu á endanum og teljum að þetta leikkerfi geti hentað vel í þeirri baráttu sem framundan er í kvöld.“ Klippa: Freyr Alexanders í viðtali frá Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11 Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00 Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30 De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Kári segir enska liðið ofmetið: „Belgía er annað dýr að eiga við“ „Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld. 8. september 2020 18:11
Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. 8. september 2020 18:00
Í beinni: Belgía - Ísland | Mæta besta liði heims í Brussel Fjölmarga sterka leikmenn vantar í íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Belgíu, sem er í efsta sæti heimslistans, í Brussel í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 17:30
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum: Átján ára Andri Fannar á miðjunni Það eru nokkrar breytingar á íslenska byrjunarliðinu sem mætir Belgum í kvöld, frá því í leiknum gegn Englandi á laugardagskvöldið. 8. september 2020 17:19