Fótbolti

Danski lands­liðs­þjálfarinn var spurður út í mál­efni Foden og Greenwood

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er ekki mikið að stressa sig á hlutunum sem ganga á hjá Englandi.
Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er ekki mikið að stressa sig á hlutunum sem ganga á hjá Englandi. vísir/getty

Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er ekki mikið að stressa sig á hlutunum sem ganga á í herbúðum enska landsliðsins en England og Danmörk mætast í kvöld.

Eins og mikið hefur verið fjallað um síðasta sólarhringinn hafa þeir Phil Foden og Mason Greenwood verið sendir úr leikmannahópi Englands aftur til Manchester.

Hjulmand segir að það sé hægt að spila leikinn í kvöld, þrátt fyrir að Foden og Greenwood hafi brotið sóttvarnarreglur hér á landi.

„Já, ef þeir hafa verið sendir í einangrun eftir það, þá er það klárt að það er hægt að spila,“ sagði Hjulmand.

„Ef leikmennirnir verða sendir í próf, áður en þeir koma í leikinn, og það gera þeir, þá vil ég meina að það er ekkert vandamál með þetta.“

„Ef maður sendir þá í einangrun hið fyrsta og tekur þá í burtu frá hópnum þá ætti þetta að vera í lagi,“ bætti Hjulmand við.

Foden byrjaði inn á gegn Íslandi en Greenwood kom af bekknum. Hjulmand segir að það sé nóg af öðrum góðum leikmönnum í enska hópnum.

„Ég reikna með að þeir senda bara aðra góða leikmenn inn á völlinn og þetta breytir ekki svo miklu um það.“

Leikur Danmerkur og Englands hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×