Trump réð „gervi-Obama“ sem hann úthúðaði og rak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 17:41 Donald Trump með leikaranum sem á að hafa leikið Obama í myndbandinu umtalaða. Twitter/CNN Politics Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“ Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“
Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05