Trump réð „gervi-Obama“ sem hann úthúðaði og rak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 17:41 Donald Trump með leikaranum sem á að hafa leikið Obama í myndbandinu umtalaða. Twitter/CNN Politics Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“ Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“
Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05