Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 15:00 Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær sögðum við frá því að dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu eftir kórónuveirusmit og að vísbendingar séu um að veirusýkingin geti valdið ólæknandi sjúkdómnum ME sem oft er kallaður síþreyta. Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu í kjölfar smits. „ME getur verið að koma í kjölfarið á slæmum veirusýkingum og Covid-19 er það“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Hún hefur áhyggjur af greiningaferlinu sem innan tíðar mun heyra undir heilsugæsluna. „Heilsugæslan greinir ekki eða hefur ekki greint ME. Við erum með nöfn á átta læknum sem hafa tekið að sér að greina ME sjúklinga. Greiningin og meðferðin á að fara fram innan heilsugæslunnar en hún býður ekki upp á þá meðferð núna en það er stefna stjórnvalda að greining og öll meðferð fari þar fram,“ sagði Guðrún. Því óttast hún læknar þar hafi ekki þekkingu til að greina sjúkdóminn og af þeim sökum verði hætta á rangri greiningu og vísun í rangar meðferðir. Greiningaferli flókið Greiningaferli ME sjúkdómsins getur ekki hafist fyrr en sex mánuðum eftir veikindi. „Fólk verður að hafa verið með örmögnun í að minnsta kosti hálft ár eftir veikindi. Það er ekki hægt að greina ME áður“ sagði Guðrún. Um hálft ár er frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Í ljósi þess segist hún eiga von á að fleiri hafi samband við félagið vegna síþreytu. „Ég á von á því já. Ég vil endilega koma því á framfæri að fólk hafi samband við okkur í félaginu. Við erum ekki læknar en við getum hjálpað til við að leiðbeina af okkar reynslu um það hvernig hægt er að halda einkennunum niðri og öðlast betri lífsgæði.“ sagði Guðrún. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru þeir allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira