Fótbolti

Ingibjörg lék allan leikinn í sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Ingibjörg og hennar lið eru á toppnum í Noregi.
Ingibjörg og hennar lið eru á toppnum í Noregi. getty/VI Images

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Valerenga í 2-0 sigri á Sandviken í úrvalsdeild kvenna í Noregi í dag.

Dejana Stefanovic kom heimakonum í Valerenga yfir á 34. mínútu og Synne Jensen bætti við marki á 61. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 2-0 eins og áður segir.

Með sigri sínum í dag jók lið Valerenga forskot sitt á toppi deildarinnar í fjögur stig, en Avaldsnes og Rosenborg sem eru í 2. og 3. sæti eiga leik til góða. Ingibjörg og liðsfélagar hennar eru með 27 stig eftir tólf umferðir og hafa aðeins tapað einum leik það sem af er tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×