Samræma þjónustu fyrir flóttafólk sem kemur til landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 14:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00