Fótbolti

Íslenska liðið mun krjúpa fyrir stórleik dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Árnason verður fyrirliði Íslands í leik dagsins gegn Englandi.
Kári Árnason verður fyrirliði Íslands í leik dagsins gegn Englandi. Vísir/Getty

Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu munu krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Þetta staðfesti KSÍ í samtali við Vísi fyrir leik.

Hugmyndin kemur frá Englendingum en þar ákváðu leikmenn liðsins að þeir myndu krjúpa fyrir leikinn til að styðja við Svört Líf Skipta Máli [e. Black Lives Matter] hreyfinguna. Krupu nær allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hún fór aftur af stað eftir að hafa verið sett tímabundið á ís vegna kórónufaraldursins.

Íslenska liðið hefur ákveðið að standa með kollegum sínum í enska liðinu ásamt því að sýna stuðning í verki. Því munu allir 22 leikmenn landanna sem hefja leik síðar í dag krjúpa áður en leikur hefst.

Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 

Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 

Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020

Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020

Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020

Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020

England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020




Fleiri fréttir

Sjá meira


×