Útinám vinsælt á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2020 12:30 Öll aðstaða á Laugarvatni til útináms er til mikillar fyrirmyndar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Útinám við Bláskógaskóla á Laugarvatni hefur slegið í gegn hjá nemendum og starfsmönnum skólans þar sem farið er út í náttúruna og hin ýmsu verkefni leyst. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og gleði. Bláskógaskóli er ekki stór skóli því nemendur í leikskólanum og grunnskólanum eru 74 og starfsmenn eru um 20. Útinám hefur verið kennt í skólanum síðustu ár og fer kennsla þess vaxandi enda nemendur og starfsmenn mjög áhugasamir um að nýta alla þá frábæru aðstöðu, sem er á Laugarvatni til útikennslu. Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laugarvatni, sem er mjög ánægð með útinámið í skólanum og hvað það hefur heppnast vel.Einkasafn „Fyrst og fremst gengur þetta út á það að við höfum fjölbreytta kennsluhætti, horfa á einstaklingsmiðað nám og það að geta horft á þann frábæra kost, sem er í þessu umhverfi á Laugarvatni að upplifa og skynja í raun og veru allt, sem er hér í kringum okkur, náttúruna á sinn fjölbreyttasta hátt,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla. Elfa segir að verkefni nemenda í útináminu, sem fer fram nokkrum sinnum í viku séu mjög fjölbreytt og skemmtileg. „Við erum að fara hér um allar trissur, við förum t.d. upp í fjall, niður að vatni, við erum alltaf að skynja og upplifa eitthvað nýtt. Síðan erum við í fuglatalningum og þar að leiðandi erum við líka farin að skoða hlýnun jarðar og aðra þætti, sem skipta okkur máli, þannig að við erum að bralla ýmislegt.“ Elfa segist vera með einstaklegan góðan kennarahóp, sem stýrir útináminu, sem nær að virkja nemendur í öllum þáttum námsins. „Já, við erum mjög rík af flottum kennurum þar sem allir styðja þessa stefnu og ekki síst samfélagið hér á Laugarvatni, þannig að við erum mjög rík.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Útinám við Bláskógaskóla á Laugarvatni hefur slegið í gegn hjá nemendum og starfsmönnum skólans þar sem farið er út í náttúruna og hin ýmsu verkefni leyst. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og gleði. Bláskógaskóli er ekki stór skóli því nemendur í leikskólanum og grunnskólanum eru 74 og starfsmenn eru um 20. Útinám hefur verið kennt í skólanum síðustu ár og fer kennsla þess vaxandi enda nemendur og starfsmenn mjög áhugasamir um að nýta alla þá frábæru aðstöðu, sem er á Laugarvatni til útikennslu. Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laugarvatni, sem er mjög ánægð með útinámið í skólanum og hvað það hefur heppnast vel.Einkasafn „Fyrst og fremst gengur þetta út á það að við höfum fjölbreytta kennsluhætti, horfa á einstaklingsmiðað nám og það að geta horft á þann frábæra kost, sem er í þessu umhverfi á Laugarvatni að upplifa og skynja í raun og veru allt, sem er hér í kringum okkur, náttúruna á sinn fjölbreyttasta hátt,“ segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla. Elfa segir að verkefni nemenda í útináminu, sem fer fram nokkrum sinnum í viku séu mjög fjölbreytt og skemmtileg. „Við erum að fara hér um allar trissur, við förum t.d. upp í fjall, niður að vatni, við erum alltaf að skynja og upplifa eitthvað nýtt. Síðan erum við í fuglatalningum og þar að leiðandi erum við líka farin að skoða hlýnun jarðar og aðra þætti, sem skipta okkur máli, þannig að við erum að bralla ýmislegt.“ Elfa segist vera með einstaklegan góðan kennarahóp, sem stýrir útináminu, sem nær að virkja nemendur í öllum þáttum námsins. „Já, við erum mjög rík af flottum kennurum þar sem allir styðja þessa stefnu og ekki síst samfélagið hér á Laugarvatni, þannig að við erum mjög rík.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira