Innlent

Reyndi að slá strætó­bíl­stjóra með á­fengis­flösku

Atli Ísleifsson skrifar
Konan er grunuð um að hafa ráðist á vagnstjórann. Myndin er úr safni.
Konan er grunuð um að hafa ráðist á vagnstjórann. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær ofurölvi konu í strætisvagni vegna gruns um líkamsárás og fleira.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að konan sé grunuð um að hafa ráðist á vagnstjórann og reynt að slá hann með áfengisflösku. Var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Einnig segir að um hundrað mál séu skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikið hafi verið um hávaðatilkynningar. Alls eru nú sjö aðilar vistaðir í fangageymslu fyrir ýmis mál.

Ennfremur eru skráð mörg mál þar sem ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Þá segir frá því að um klukkan 18 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um innbrot og þjófnað í íbúð í hverfi 110 í Reykjavík. Hafði verið farið inn og stolið verðmætum – sjónvarpi og fleiru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×