Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:04 Ætla má að færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um hlutafjárútboð Icelandair hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Vísir/Vilhelm Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni. Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni.
Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent