Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20