Messi verður áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 16:20 Lionel Messi hefur ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn