Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 06:51 Þessi mynd er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Möðrudalsöræfum um klukkan 6:40 í morgun. Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira