Enska landsliðið mun krjúpa fyrir leikinn á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 07:00 Enska landsliðið mun krjúpa fyrir leik sinn gegn Íslandi á morgun. Mike Egerton/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu kemur hingað til lands í dag. Á morgun mun það mæta Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Samkvæmt Sky Sports munu allir leikmenn enska liðsins krjúpa fyrir leik og votta þar með Svört Líf Skipta Máli [e. Black Lives Matter] hreyfingunni virðingu sína. Þá mun liðið gera það sama er það mætir Dönum á þriðjudaginn. Í frétt Sky Sports segir að leikmenn hafi rætt saman á St. George´s Park, æfingasvæði enska landsliðsins, og tekið þá ákvörðun í sameiningu að krjúpa fyrir leikinn. Er þetta eitthvað sem flest allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gert síðan deildin fór aftur af stað. Reikna má með að þessu verði haldið áfram langt inn í tímabilið sem hefst um miðjan september. Enska landsliðið fær þó ekki að bera merki Black Lives Matter-hreyfingarinnar þar sem reglur UEFA – knattspyrnusambands Evrópu – banna öll pólitísk skilaboð eða merki á treyjum landsliða. Hvort hreyfingin sé pólitísk hreyfing er svo annað umræðuefni. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkutíma fyrr. Allt í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35 Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45 Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu kemur hingað til lands í dag. Á morgun mun það mæta Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Samkvæmt Sky Sports munu allir leikmenn enska liðsins krjúpa fyrir leik og votta þar með Svört Líf Skipta Máli [e. Black Lives Matter] hreyfingunni virðingu sína. Þá mun liðið gera það sama er það mætir Dönum á þriðjudaginn. Í frétt Sky Sports segir að leikmenn hafi rætt saman á St. George´s Park, æfingasvæði enska landsliðsins, og tekið þá ákvörðun í sameiningu að krjúpa fyrir leikinn. Er þetta eitthvað sem flest allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gert síðan deildin fór aftur af stað. Reikna má með að þessu verði haldið áfram langt inn í tímabilið sem hefst um miðjan september. Enska landsliðið fær þó ekki að bera merki Black Lives Matter-hreyfingarinnar þar sem reglur UEFA – knattspyrnusambands Evrópu – banna öll pólitísk skilaboð eða merki á treyjum landsliða. Hvort hreyfingin sé pólitísk hreyfing er svo annað umræðuefni. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkutíma fyrr. Allt í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35 Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45 Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35
Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45
Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29
Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00