Fótbolti

Higuaín á leið til Beckhams

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gonzalo Higuaín með ítalska meistarabikarinn sem Juventus hefur unnið níu ár í röð.
Gonzalo Higuaín með ítalska meistarabikarinn sem Juventus hefur unnið níu ár í röð. getty/Jonathan Moscrop

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín gangi í raðir bandaríska félagsins Inter Miami sem er í eigu Davids Beckham.

Andrea Pirlo, nýr knattspyrnustjóri Juventus, hefur tilkynnt Higuaín að hann hafi ekki not fyrir hann og honum sé frjálst að yfirgefa félagið.

Líklegast þykir að Higuaín fari til Inter Miami og hitti þar fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Juventus, Blaise Matuidi.

Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Inter Miami á fyrsta tímabili félagsins. Strákarnir hans Beckhams eru í fjórtánda og neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.

Higuaín hefur leikið í Evrópu síðan 2007, með Real Madrid, Napoli, Juventus, AC Milan og Chelsea. Hann varð þrisvar sinnum Spánarmeistari með Real Madrid og þrívegis ítalskur meistari með Juventus. Þá hefur hann þrisvar sinnum orðið bikarmeistari á Ítalíu og vann Evrópudeildina með Chelsea. Higuaín var markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar 2016 þegar hann lék með Napoli.

Higuaín, sem verður 33 ára í desember, lék 75 leiki fyrir argentínska landsliðið á árunum 2009-18 og skoraði 31 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×