Innlent

Jarðskjálfti af stærðinni þrír fannst í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar í Hafnarfirði hafa tilkynnt Veðurstofunni um að þeir hafi fundið fyrir jarðskjálftanum í kvöld.
Íbúar í Hafnarfirði hafa tilkynnt Veðurstofunni um að þeir hafi fundið fyrir jarðskjálftanum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að jarðskjálfti af stærðinni þrír hafi fundist í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín við Kleifarvatn á Reykjanesskaga.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi riðið yfir klukkan 22:53. Upptök hans hafi verið um 6,1 kílómetri norðnorðaustur af Krýsuvík við Kleifarvatn.

Í síðustu viku greindust tæplega 2.900 jarðskjálftar með sjálfvirku mælakerfi Veðurstofunnar. Það eru mun fleiri en í vikunni á undan þegar um 1.300 skjálftar mældust. Yfir 2.100 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga. Sá stærsti var 4,2 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi 26. ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×