Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 19:00 Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum. Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum.
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira