Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 17:51 Sjálfur segist Smári ekki muna punktastöðu sína hjá Icelandair. Hún hafi nánast engin áhrif á líf hans. FoVísir/Hanna Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan. Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan.
Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira