Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 14:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04