Erlent

Í­trekað skorið í hesta á víða­vangi í skjóli myrkurs

Atli Ísleifsson skrifar
Átta slík tilfelli hafa verið tilkynnt það sem af er ári og í fimm tilfellum hefur þurft að fella hestana sökum þess hve djúpir skurðirnir voru. Myndin er úr safni.
Átta slík tilfelli hafa verið tilkynnt það sem af er ári og í fimm tilfellum hefur þurft að fella hestana sökum þess hve djúpir skurðirnir voru. Myndin er úr safni. Getty

Lögreglan í Varberg á vesturströnd Svíþjóðar glímir nú við óhugnanleg mál en svo virðist sem einhver, eða einhverjir, geri sér það að leik að skera hesta úti á víðavangi í skjóli myrkurs.

Átta slík tilfelli hafa verið tilkynnt það sem af er ári og í fimm tilfellum hefur þurft að fella hestana sökum þess hve djúpir skurðirnir voru, að því er fram kemur í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið.

Þá vekur athygli að í Frakklandi er það sama uppi á teningum. Þar hafa slík tilfelli verið óvenju mörg á þessu ári og um þrjátíu hross hafa verið illa særð, svo vitað sé. Skorið er í lendar þeirra og yfirleitt er hægra eyrað skorið af.

Ýmsar kenningar eru uppi um hvað þarna býr að baki, sumir tala um að einhvers konar trúarathöfn sé að ræða og aðrir telja að um sé að ræða einhvers konar illkvittinn leik sem gangi á lokuðum síðum á samfélagsmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×