Fótbolti

Sjáðu Söru lyfta Evrópu­bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í leiknum í kvöld.
Sara í leiknum í kvöld. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu.

Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina með Barcelona tímabilið 2008/2009 en Sara Björk var í sigurliði Lyon í kvöld.

Lyon var að vinna Meistaradeild Evrópu fimmta árið í röð en í kvöld höfðu þær betur gegn Wolfsburg 3-1.

Sara Björk skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði sigurinn eftir hornspyrnu með laglegri hælspyrnu.

Það var eðlilega mikil gleði í leikslok hjá leikmönnum franska liðsins og sér í lagi þegar bikarinn fór á loft.

Hér að neðan má sjá myndir af Söru lyfta bikarnum á loft.

Klippa: Sara lyftir Evrópubikarnum

Tengdar fréttir

Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópu­meistari

Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×