Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 22:54 Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Sjá einnig: Raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Logi Júlíusson er bílstjóri í Reykjanesbæ. Þar hefur atvinna leigubílstjóra hrunið og er um 10 til 15 prósent af því sem þætti hefðbundið í eðlilegu árferði. Hann segir marga leigubílstjóra íhuga að skila inn leyfunum. „Núna er verið að segja upp 133 í Leifsstöð. Flest allt þetta fólk ef ekki allir eiga heima á þessu svæði. Í átján þúsund manna bæ er 133 á einum vinnustað ansi stór biti. Það þarf að gera eitthvað, það þarf að skapa einhver störf, það skiptir ekki máli hvað það er, það þarf bara að gera eitthvað,“ segir Logi. „Þetta er afar slæm staða. Margir hafa misst vinnuna vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld þurfa að gera eitthvað því við getum lifað mikið lengur svona. Þetta er afar erfið staða fyrir okkur,“ segir Stefan Korzmaeke sem missti vinnuna nýverið. Verkefnastaða hjá fyrirtækinu hans hrundi og því fór sem fór. Ástandið reyni mikið á fjölskyldu hans. Eiginkona hans er enn með vinnu en hann segir fjarnám elstu dóttur hans reynast henni afar erfitt. „Það þarf að setja meira fjármagn til sveitarfélaganna. Ekki gleyma okkur hérna á Suðurnesjunum,“ sagði Eysteinn Örn Garðarsson, sjómaður, sem sjálfur er enn með vinnu en margir í kringum hann hafa misst vinnuna undanfarið. „Ef við horfum á flugstöðina, þá var síðast í gær 130 manna hópur sem missti vinnuna þar. Stöðin er tóm,“ segir Eiríkur Bragason, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, sem var á ferð í Reykjanesbæ í dag ásamt eiginkonu sinni Lillý Hafsteinsdóttir sem er heimavinnandi. „Það eru mjög margir í Sandgerði sem vinna upp í flugstöð. Ástandið er ekki gott,“ segir Lillý en hún og Eiríkur búa í Sandgerði í Suðurnesjabæ. „Það eru líka kannski tveir frá sama heimili sem eru að vinna upp í flugstöð. Þetta kemur sér mjög illa fyrir það fólk,“ segir Lillý. „Þetta er mikið fólk ef hjón missa bæði vinnuna,“ bætir Eiríkur við. Halldóra Magnúsdóttir leikskólakennari segir haustið líta afar illa út. „Þetta lítur ekki vel út hjá mörgum. Margir þurfa aðstoð og það þarf að hjálpa mörgum.“ Ólafur Sigurjónsson, íbúi í Reykjanesbæ, segir nokkra úr sinni fjölskyldu, sem starfa í fluggeiranum, hafa misst vinnuna í vor. „Mér finnst staðan ekki góð. Það er töluvert mikið atvinnuleysi hér. Maður heyrir það af umræðunni í bænum. Það er ekki gott hljóð í fólki.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira