Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2020 18:30 Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“ Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Isavia sagði 133 upp störfum í gær vegna samdráttar í flugi. Fyrir var staðan alvarleg á Suðurnesjum þar sem langflestir eru atvinnulausir, um 16,5 prósent og konur fleirri en karlar. Verkalýðsforingi segir stöðuna skelfilega. „Staðan er vægast sagt skelfileg. Annað hvort ertu atvinnulaus eða þekkir einhvern sem er atvinnulaus,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Staðan muni versna með haustinu þegar uppsagnarfrestur marga rennur út. Erfiður tími bíður þeirra sem detta brátt út af tekjutengdum bótum. „Þetta er náttúrlega mikið láglaunafólk sem er í mínu félagi og þetta er fólk sem lifir varla á milli mánaðamóta. Þegar sú staða kemur upp að þú ert að lækka meira í launum er fótunum kippt hressilega undan fólki,“ segir Guðbjörg. Margir nái ekki endum saman. „Og maður heyrir allskonar sögur núna þegar skólarnir eru að byrja. Fólk hafi ekki getað fatað börnin upp fyrir skólann og þegar leikskólarnir voru að byrja aftur. Það eru langar raðir hjá velferðarsjóði, kirkjunni og Fjölskylduhjálp. Það er greinilegt að þetta er að taka mikið í hjá fólki,“ segir Guðbjörg. Hún hefur talsverðar áhyggjur af stórum hópi sem er að missa vinnuna í fyrsta sinn eftir langan starfsferil. „Ég hef talsverðar áhyggjur af hópnum sem er á aldrinum 55 til 67 ára. Þetta er fólk sem er búið að vera í vinnu frá því það var 15, 16 og 17 ára. Hefur aldrei verið án vinnu og aldrei unnið önnur störf. Búin að vera í 20 til 30 ár hjá sama atvinnurekanda. Ég hef rosalegar áhyggjur af því að þessir einstaklingar festist á atvinnuleysisbótum vegna þess að þeir hafa kannski ekki aðra starfsreynslu eða telja sig ekki geta unnið við neitt annað. Það eru líka fordómar í atvinnulífinu gagnvart fólki sem er eldra en 55 ára. Ég hef áhyggjur af því að þessi hópur festist í kerfinu og fari ekki aftur út í atvinnulífið.“
Suðurnesjabær Reykjanesbær Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vogar Tengdar fréttir Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“ Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. 29. ágúst 2020 22:54