Gestir á kaffistofunni þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 21:00 Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira
Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Sjá meira