Gestir á kaffistofunni þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 21:00 Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira