Innlent

Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Sylvía Hall skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.

Á fundinum verður sérstaklega beint sjónum að skólum landsins og mun Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, fara yfir þá stöðu sem blasir við vegna samkomubanns sem hefst á miðnætti í dag.

Jafnframt mun Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræða stöðu og verkefni heilsugæslunnar.

Fylgjast má með útsendingunni hér að neðan, en fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Fyrir þá sem ekki geta hlustað er hægt að fylgjast með í beinni textalýsingu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.