Innlent

Grunur um E. coli í vatninu á Klaustri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íbúar á Kirkjubæjarklaustri ættu að sjóða vatnið sitt á næstunni.
Íbúar á Kirkjubæjarklaustri ættu að sjóða vatnið sitt á næstunni. vísir/vilhelm

Íbúar Skaftárhrepps eru hvattir til að sjóða neysluvatn. Grunur leikur á að E.coli-örvera hafi fundist í sýni sem tekið var úr dreifikerfi Vatnsveitunnar á Kirkjubæjarklaustri á þriðjudag.

Fram kemur í tilkynningu frá Vatnsveitunni að bakterían hafi fundist við forræktun sýnisins en að þess sé vænt að frekari rannsóknir muni staðfesta niðurstöðurnar síðar í dag. Nú þegar hafi verið tekin endurtektarsýni víða úr vatnsveitunni en þangað til niðurstöður liggja fyrir sé ráðlegt að sjóða neysluvatn, sérstaklega fyrir viðkvæma hópa.

Samkvæmt leiðbeiningum um viðbrögð við örverum í neysluvatni þarf að grípa til nauðsynlegra úrbótaaðgerða til að endurheimta vatnsgæði. Virkja skuli viðbragðsáætlun um auknar sýnatökur og fjölgun sýnatökustaða, á vatnstökustað og í dreifikerfinu, í þeim tilgangi að greina orsök mengunar og síðar í þeim tilgangi að staðfesta að dreifikerfið sé orðið hreint.

Ef mengun af E. coli eða saurkokkum er staðfest í neysluvatninu þarf að stöðva dreifingu eða takmarka notkun vatnsins. Takmörkuð notkun eða bann við dreifingu neysluvatns stendur þar til tekin hafa verið sýni, sem sýna að mengunin er ekki lengur til staðar.

Þangað til ætti að vara neyendur við og t.d. ráðleggja þeim að sótthreinsa vatn með suðu eða öðrum aðferðum. Miða skal við að vatnið sjóði í a.m.k. eina mínútu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×